Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Fylgi afmarkaðs hóps er oft nóg . . .

Þetta er stórmerkilegt, ef satt reynist. Framsókn var í algjöru lágmarki, Guðni Ágústsson tók ekki að sér að leiða flokkinn í borginni og einhvers staðar las ég það að það hefði verið vegna þess að hann vildi fá með sér óflokksbundið fólk. Var forystan á móti því eða er þetta bara bull? Hverju sem því líður, þá er flokkurinn skotspónn grínista og viðhengið "... og flugvallarvinir" varð bara til þess að reyna slökkva eld með olíu. Svo koma þessi ummæli um að afturkalla lóðina og allt verður vitlaus. Þeir sem voru á móti moskunni tóku þetta óstinnt upp og nú er Sveinbjörg foringi þeirra. Aðrir kalla þetta rasisma og það skiljanlega finnst mér. 

 Ég skil bara ekki af hverju þetta þarf að vera svona mikið mál. Ef trúfélög hafa efni á því að kaupa lóð eða fá lóð undir kirkjur sínar eða bænahús... af hverju þarf það að vera svona mikið mál. Sumir gagnrýna staðsetninguna og eru hræddir við að það fyrsta sem keyrandi fólk niður Ártúnsbrekkuna taki eftir er moskan = þá halda allir að Íslendingar séu múslimar/stuðningsmenn íslam.

Sjálfur hef ég ekki séð teikningu af væntanlegri mosku en úti í hinum stóra heimi sem við Íslendingar viljum telja okkur hluta af (velflest okkar - kannski ekki hinn hræðilega þjóðernisveiki sdg) þá eru moskur hluti af hverfum og skera sig ekkert allt úr. Þarna erum við líka komin út í fegurð og arkitektúr. Huglægt mat allt saman.

Hæst glymur í þeim sem öskra: Múslimar eru hryðjuverkamenn!!!!! Og svo hef ég líka heyrt: "Moskur eru ekkert bænahús/kirkjur ... þetta eru hús fyrir hryðjuverkastarfsemi ... kóngulóarvefur ógeðsins nær langar leiðir ..." - þetta segir allt um þröngsýni þessa hóps en ekkert um þá sem vilja reisa moskuna. Ef trúfélög fá lóð og geta reist sér hús .... þá eiga þau að fá að gera það óáreitt, án þess að hálfvitar séu hendandi svínshausum á lóðina eða með einhver stórhættuleg læti og ógeðslegan áróður.

Ef ég myndi vinda mér upp að þér og segja: "Svaraðu strax, án þess að hugsa, hvert er helsta stefnumál Framsóknarflokksins í Reykjavík?" þá myndir þú eflaust svara: "Moskan!" ... það kemst lítið annað að þessa dagana og halló: það eru nefnilega kosningar eftir tvo daga!!! Tímasetning Framsóknar á þessu er fáránlega frábær, ef maður hugsar út frá atkvæðaveiðum.

Persónulega þá finnst mér þetta hættulegt og mér finnst Ísland allt vera að sigla í átt til einhvers sem ég hræðist: fasíska þjóðerniskennd þar sem allir þeir sem mótmæla yfirvöldum eru álitnir ómerkir eða óvinveittir. sdg hefur ekki sagt neitt um moskumálið, enda veit kosningamaskínan að það er best. En það skiptir ekki neinu máli, hefur ekki gert hingað til ... sama hvað maðurinn blaðrar og lýgur, þá er fylgið eins og það er.

Húrra Framsóknarflokkur - fylgi afmarkaðs hóps er oft nóg . . . og komist Sveinbjörg inn í borgarstjórn, þá er það á fölskum forsendum - eingöngu vegna moskumálsins og hennar skoðun þar mun væntanlega hverfa í 15 manna borgarstjórn (var það ekki annars 15 ... 13??). Ég bý á Akureyri og veit hvað ég kýs þar. 


mbl.is Framsókn með mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

D.J.

Höfundur

Doddi Jónsson
Doddi Jónsson

úff...

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...daetur4a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband