Hvað eru þingmenn að gera?

Ég hef alltaf verið að velta því fyrir mér hvað þingmenn sem ekki eru í þingsal séu að gera. Sumir geta jú verið veikir, en heilsuhraustir þingmenn ættu að geta verið á vinnustaðnum sínum eins og flestallir aðrir launþegar.

Nú segir kannski einhver: "En þeir þurfa að sinna nefndarstörfum og öðrum störfum...." og þá spyr ég á móti: "Af hverju þurfa nefndafundir að vera akkúrat á þeim tíma sem þingið ætti að vera starfandi?" Og ef það er svona rosalega ofboðslega mikið að gera á þinginu að svona skipuleggi þeir sig best ... af hverju má þá ekki bara gera eins og núverandi forsætisráðherra hefur ýjað að, að láta utanaðkomandi sérfræðinga um að koma með tillögur að lausnum?

Þarf að fjölga þingmönnum? Eða er þetta bara í lagi? Freyja er hetja í mínum huga, og það eru nokkrir þingmenn þarna sem ég hef dálæti á. En þegar maður fær það á tilfinninguna að þingmenn fái dagskrá dagsins (eða morgundagsins) og hugsi með sér: Úff, ég nenni ekki þessu/nenni ekki að mæta ... þá er ég sko ansi pirr pirr. Eða bara haldinn samskonar barnaskap og Freyja talar um?

Lífið hér væri betra og öruggara ef allir þingmenn hugsuðu eins og Freyja ;-)


mbl.is Freyja undrast tóman þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

D.J.

Höfundur

Doddi Jónsson
Doddi Jónsson

úff...

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...daetur4a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband