21.9.2020 | 23:12
Alltaf til idjótar
Með allt það sem er í gangi, þá sé ég ekki að þessi gífurlega stuðningsyfirlýsing muni gera nokkuð. Það er leitun að stuðningsfólki Trumps úti í heimi, nema um sé að ræða harðlínu-hægrimenn eða olíubaróna.
Trump er það hættulegasta kríp sem setið hefur í forsetastól Bandaríkjanna og Viktor Orban er ekki mýksti maður í heimi. Þeir eru góð blanda, en heiminum væri best ef báðir hyrfu úr stjórnmálunum.
Orban lýsir yfir stuðningi við Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2020 | 18:55
Áhugaverður listi en vantar feykimörg lög
Svona listar eru alltaf umdeildir! Alltaf! Ég hefði sett fleiri lög með George Michael auðvitað og Wham ... en það er ég. Það sem mér finnst skrítið er að lag eins og A Different Corner skuli ekki hafa komist inn á listann! Best væri að hafa listann á prentuðu formi til að átta sig betur á honum en afar áhugaverður listi. Komst Alanis á listann? Hvar voru Blur og Oasis? Hversu hátt náði Michael Jackson?
En svona án gríns og þannig, er ekki svolítið öfugsnúið að tala um að "landinn hafi setið límdur" við útvarpið? Hver er annars skilgreiningin á "landinn"? Er það ákveðinn prósenta af íbúum landsins eða ákveðinn fjöldi?
Bohemian Rhapsody vinsælasta lagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2015 | 21:14
Stækkaða mynd af Angelinu frekar!
Þarna gætir alvarlegs misréttis ... myndin af Jennifer Aniston er stækkuð en ekki af Jolie. Jolie sem er miklu skemmtilegri og fallegri og ég er örugglega ekki með neina kaldhæðni hér...
eða hvað ... ? Hí hí hí ...
en þar sem Angelina er eitt af mínum uppáhöldum, þá finnst mér mbl.is vera að gera upp á milli og vonast eftir stærri mynd af Angelina næst! :-)
Aniston og Jolie saman á ljósmynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2014 | 08:39
Jú víst ... þetta er ófreskja!
Auðvitað er allt í kringum þetta mál ofboðslega sorglegt, og sjálfur er ég ekki fylgjandi dauðarefsingum. En það er deginum ljósara fyrir mér að þessi maður er ófreskja. Hann safnar að sér vopnum, fer með einbeittum vilja í kvikmyndahús og gerir árás. Drepur 12 og slasar 70 manns. Brejvik ógeðið er ófreskja líka. Byssulöggjöfin í USA er klikkuð, þar er stórt vandamál!! Og í ensku fréttinni sem fylgir með ... þá er talað um að viðbrögðin hafi mörg gengið út á ofbeldiskvikmyndir ... þetta þjóðfélag þarna er veikt - þegar ógeð eins og James Holmes sankar að sér vopnum og drepur fólk í bíósal ... þá er ofbeldi í kvikmyndum ekki sökudólgurinn.
Sonur okkar er ekki ófreskja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2014 | 23:25
Portúgal vs Holland? Halló mbl.is!
"Nú er stóra spurningin hvort hann verði tilbúinn fyrir leik Portúgals og Hollands á morgun."
Portúgal er ekki í sama riðli og Holland. Á morgun er hins vegar leikur Spánar og Hollands . . . Spánn og Portúgal eru ekki sama landið, þó svo að þau séu nágrannar :-)
Ronaldo haltraði af æfingu - HM í hættu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2014 | 23:23
Já, farðu þá bara með liðið þitt heim . . .
Kovac: Gætum alveg eins farið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2014 | 21:40
Persónur sem eru dauðar fá hlutverk?
Þetta verða áhugaverðar myndir. Avatar sú fyrsta var náttúrlega bara snilld og þrívíddarlega séð er hún sú besta sem sést hefur. En söguþráðurinn í fyrri gefur til kynna ýmislegt. Þrjár myndir nýjar ... geta þær verið allar tengdar sín á milli og við fyrstu myndina? Stephen Lang, Sigourney Weaver ... þessir aðilar fá hlutverk í myndunum - af hveru?
En James Cameron hefur náð þeim status að það skiptir ekki máli, myndirnar verða þær flottustu :-)
James Cameron með framhaldsmyndir af Avatar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2014 | 11:30
Fylgi afmarkaðs hóps er oft nóg . . .
Þetta er stórmerkilegt, ef satt reynist. Framsókn var í algjöru lágmarki, Guðni Ágústsson tók ekki að sér að leiða flokkinn í borginni og einhvers staðar las ég það að það hefði verið vegna þess að hann vildi fá með sér óflokksbundið fólk. Var forystan á móti því eða er þetta bara bull? Hverju sem því líður, þá er flokkurinn skotspónn grínista og viðhengið "... og flugvallarvinir" varð bara til þess að reyna slökkva eld með olíu. Svo koma þessi ummæli um að afturkalla lóðina og allt verður vitlaus. Þeir sem voru á móti moskunni tóku þetta óstinnt upp og nú er Sveinbjörg foringi þeirra. Aðrir kalla þetta rasisma og það skiljanlega finnst mér.
Ég skil bara ekki af hverju þetta þarf að vera svona mikið mál. Ef trúfélög hafa efni á því að kaupa lóð eða fá lóð undir kirkjur sínar eða bænahús... af hverju þarf það að vera svona mikið mál. Sumir gagnrýna staðsetninguna og eru hræddir við að það fyrsta sem keyrandi fólk niður Ártúnsbrekkuna taki eftir er moskan = þá halda allir að Íslendingar séu múslimar/stuðningsmenn íslam.
Sjálfur hef ég ekki séð teikningu af væntanlegri mosku en úti í hinum stóra heimi sem við Íslendingar viljum telja okkur hluta af (velflest okkar - kannski ekki hinn hræðilega þjóðernisveiki sdg) þá eru moskur hluti af hverfum og skera sig ekkert allt úr. Þarna erum við líka komin út í fegurð og arkitektúr. Huglægt mat allt saman.
Hæst glymur í þeim sem öskra: Múslimar eru hryðjuverkamenn!!!!! Og svo hef ég líka heyrt: "Moskur eru ekkert bænahús/kirkjur ... þetta eru hús fyrir hryðjuverkastarfsemi ... kóngulóarvefur ógeðsins nær langar leiðir ..." - þetta segir allt um þröngsýni þessa hóps en ekkert um þá sem vilja reisa moskuna. Ef trúfélög fá lóð og geta reist sér hús .... þá eiga þau að fá að gera það óáreitt, án þess að hálfvitar séu hendandi svínshausum á lóðina eða með einhver stórhættuleg læti og ógeðslegan áróður.
Ef ég myndi vinda mér upp að þér og segja: "Svaraðu strax, án þess að hugsa, hvert er helsta stefnumál Framsóknarflokksins í Reykjavík?" þá myndir þú eflaust svara: "Moskan!" ... það kemst lítið annað að þessa dagana og halló: það eru nefnilega kosningar eftir tvo daga!!! Tímasetning Framsóknar á þessu er fáránlega frábær, ef maður hugsar út frá atkvæðaveiðum.
Persónulega þá finnst mér þetta hættulegt og mér finnst Ísland allt vera að sigla í átt til einhvers sem ég hræðist: fasíska þjóðerniskennd þar sem allir þeir sem mótmæla yfirvöldum eru álitnir ómerkir eða óvinveittir. sdg hefur ekki sagt neitt um moskumálið, enda veit kosningamaskínan að það er best. En það skiptir ekki neinu máli, hefur ekki gert hingað til ... sama hvað maðurinn blaðrar og lýgur, þá er fylgið eins og það er.
Húrra Framsóknarflokkur - fylgi afmarkaðs hóps er oft nóg . . . og komist Sveinbjörg inn í borgarstjórn, þá er það á fölskum forsendum - eingöngu vegna moskumálsins og hennar skoðun þar mun væntanlega hverfa í 15 manna borgarstjórn (var það ekki annars 15 ... 13??). Ég bý á Akureyri og veit hvað ég kýs þar.
Framsókn með mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2014 | 21:24
Lygi, hræsni og hroki
Ég er einungis 42 að verða 43 ára. Ég hef samt upplifað margt í pólitíkinni og get með sanni sagt að ég hef aldrei upplifað aðra eins geðveilu. Lygarnar í SDG stjórninni eru svo grátlegar, mér er svo illt þegar ég hugsa til þess að Ísland hefur aldrei átt verri forsætisráðherra. Eftir mánuð í embætti voru gagnrýni fjölmiðla og andstæðinga kallaðar loftárásir, honum fannst fjölmiðlarnir hættulegir í sjálfstæði sínu, honum finnst allt aðhald og gagnrýni vera merki þess að vera anti-íslenskur. Þjóðerniskenndin sem flæðir í gegnum þennan mann er hreinlega ótrúlega ótrúleg. Og skýrsla sem ríkisstjórnin pantaði varðandi umsóknarferlið í ESB er sönnun á einhveru ... ??? Og skýrslan sem er að koma frá samtökum atvinnulífsins er strax dissuð út af því að vitað er að hún verður á öndverðum meiði? Af hverju er þessi skýrsla ekki alveg jafn vitlaus?
Þessi skýrsla er enginn fullnaðarsigur, ekki frekar en viska VH. En þegar mótbárur og gagnrýni eru taldar sönnun á því að árangur hafi náðst, þá er eitthvað ferlega mikið sem vantar í toppstykki viðkomandi! SDG hefur ALDREI viðurkennt vanmátt sinn eða mistök. Í stað þess að viðurkenna að 300 milljarðarnir sem áttu að fara í heimilin í landinu komi aldrei, þá er það síðustu ríkisstjórn að kenna, staða ríkissjóðs verri en álitið var (bull!) og aldrei kannast hann við loforðin sín. Jafnvel þó að hægt sé að lesa upp eftir honum eða sýna honum viðtal við sig ... þá nær hann að neita því. GMB viðtalið var frábært og lýsandi fyrir hrokann, hræsnina og lygina sem ríkir í B flokknum núna. Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að maður veit fyrir hvað hann stendur . . . hann hneykslar mann ekki lengur. Hann lýgur jú ... en maður vissi það meira fyrirfram.
Og kæra VH: "Þegar þessu er lokið verður hægt að einbeita sér að innanlandsmálum, uppbygingu, atvinnusköpun ...." - ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG????? ERTU ALGJÖRLEGA ÚTI Á ÞEKJU??? Ætlar þú að segja mér að lygar ykkar og athafnaleysi stafi af því að þið hafið gert svo mikið í þessari anti-ESB vinnu að fyrst núna getiði farið að gera eitthvað? Núverandi D og B er sannarlega versta stjórn sem ég hef upplifað.
Nú geta allir lagst á eitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2014 | 21:09
Lærdómur
Ég er í leiðsögunáminu til að læra. Ég vissi vel að ég vissi lítið um landið mitt - því miður - en það hefur komið á daginn að á meðal jafningja minna ... þá veit ég næstum ekki neitt. Ég er afar fáfróður um margt í landafræðinni og sögunni okkar. Ég er afar reynslulítill í ferðum inn í hina og þessa dali, ég klikka á ártölum í prófum, ég er moron í nöfnum . . . ég er Doddi.
En ég er að fræðast svo mikið og ég er að kynnast landinu mínu upp á nýtt. Ég er sáttur. Ég er Doddi.
Um bloggið
D.J.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar